A kvenna | Góður dagur að baki hjá stelpunum okkar

Dagurinn í dag fór hjá íslenska liðinu að mestu leiti í endurheimt og undirbúning fyrir verkefni morgundagsins. Eftir góðan morgunmat tóku stelpurnar styrktaræfingar sem styrktarþjálfari liðsins, Hjörtur Hinriksson stjórnaði. Eftir hádegismat var svo liðsfundur þar sem þjálfarateymið ásamt leikmönnum fóru yfir leik gærdagsins og var svo haldið beint í framhaldinu á æfingu. Liðið tók saman góða æfingu sem stóð yfir í 60 mínútur. Einbeitingin var góð en á sama tíma létt yfir mannskapnum.

Dagskrá liðsins endaði svo eftir kvöldmat á stuttum liðsfundi þar sem línurnar voru lagðar fyrir leikinn á morgun.

Næsti leikur liðsins á Posten Cup er gegn heims- og evrópumeisturum Noregs á morgun.

Leikurinn hefst kl. 15:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV.