Dómarar | Anton og Jónas dæma á EM 2024

EHF birti í gær nöfn þau 18 dómarapara sem dæma á EM 2024 í janúar sem fram fer í Þýskalandi. Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða meðal dómara á mótinu en þeir hafa dæmt saman á þremur síðustu Evrópumótum.

Handbolti.is fjallaði um dómaralistann í gær og birti nöfn þeirra 18 dómarapara sem taka þátt í mótinu, lesa má umfjöllun Handbolti.is hér: https://handbolti.is/anton-gylfi-og-jonas-daema-a-em-i-thyskalandi/