A kvenna |Ferðadagur hjá stelpunum okkar

A landslið kvenna hélt af landi brott í morgun er liðið flaug með Icelandair til Osló. Þegar þangað var komið fór hópurinn í það að safna öllum farangri liðsins saman og var svo haldið af stað með rútu til Lillehammer þar sem liðið mun dvelja næstu daga við æfingar og keppni.
 
Stelpurnar hafa komið sér vel fyrir á hóteli liðsins og var æft síðdegis í dag þar sem sjúkraþjálfarar og styrktarþjálfari liðsins stjórnuðu ferðinni.

Á morgun hefur landsliðið leik á Posten Cup er þær mæta liði Póllands.
Leikurinn hefst kl. 15:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.