Bakhjarlar | HSÍ og MS framlengja samstarfið

Handknattleikssamband Íslands og Mjólkursamsalan hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að MS verður áfam einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Vörumerkið Ísey Skyr kom inn á keppnistreyjur Íslands fyrir HM í Egyptalandi 2021 og munu verða áfram á keppnistreynum til loka árs 2025.

HSÍ fagnar því að MS haldi áfram að vera bakhjarl handknattleiksshreyfingarinnar, stuðningur íslensk atvinnulífs er mikilvægur hreyfingunni og hefur samstarf HSÍ og MS verið til fyrirmyndar síðustu ár.