A karla | Tveir sigrar í vináttulandsleikjunum gegn Færeyjum

Strákarnir okkar léku síðari vináttulandsleik sinn í kvöld gegn Færeyjum. Jafnræði var með frændþjóðunum í upphafi fyrri hálfleiks en svo náði Ísland góðum kafla og staðan í hálfleik var 16 – 12 Íslandi í vil.

Færeyingar mættu sterkir til leiks í seinni hálfleik og komust í 2 marka forystu í stöðunni 15 – 17. Strákarnir okkar jöfnuðu svo leikinn í 23 – 23 og náðu að tryggja sér 30 – 29 sigur á síðustu mínútunni.

Næsta verkefni landsliðsins eru vináttuleikir í byrjun janúar þegar liðið hefur undirbúning sinn fyrir EM 2024.

Markaskorarar í kvöld:
Ómar Ingi Magnússon – 6 / 3 Aron Pálmarsson – 4 Viggó Kristjánsson – 4 / 1 Elliði Snær Viðarsson – 4 Bjarki Már Elísson – 3 Haukur Þrastarson – 3 Janus Daði Smárason – 2 Sigvaldi Björn Guðjónsson – 2 Elvar Örn Jónsson – 1 Arnar Freyr Arnarsson – 1
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot og Björgvin Páll Gústavsson 3 skot og þar af 1 vítaskot.