A kvenna | Hópurinn gegn Færeyjum

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Færeyjum í dag í annari viðureign íslenska liðsins í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í Höllinni að Hálsi í Þórshöfn og hefst hann kl. 14:00. Yfir 50 stuðningsmenn flugu til Færeyja með liðinu í gær og ætlar Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ að hita upp fyrir leikinn í Keiluhöllinni að Hálsi tveimur tímum fyrir leik.

Leikurin verður í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 13:30.

Leikmannahópurinn gegn Færeyjar er þannig skipaður:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1)
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (40/59)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (39/45)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (7/8)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (4/11)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (95/103)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (12/2)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (9/4)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (33/53)
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (21/89)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (76/58)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (63/118)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (122/357)

Elísa Elíasdóttir, ÍBV og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF hvíla í dag.