Markvarðaþjálfun | Æfingar í Víkinni hefjast á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. október verður fyrsta markvarðaæfing vetrarins haldin á vegum HSÍ. Þemað að þessu sinni er 6m skot.

Æfingarnar í vetur verða í Víkinni klukkan 11:30-12:30 og eru öllum opnar.

Í vetur verður fyrirkomulagið með svipuðum hætti og síðstu ár, unnið í þemum með blöndu af æfingum og fræðslu. Aukalega við opnu æfingarnar verða einnig séræfingar fyrir valda markverði haldnar á sama tíma.

Tilgangur æfinganna, fyrir utan að vera “æfing fyrir markverði” er að gefa markvörðunum hugmyndir af æfingum sem þeir geta svo gert sjálfir á sínum æfingum með félagsliðinu. Þjálfarar, foreldrar og aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjón með æfingunum er sem fyrr í höndunum á markvarðateymi HSÍ.

Æfingarnar í vetur verða á þessum dagsetningum nema annað verði auglýst:
29. október
5., 12., 19., 26. nóvember
3., 10., 17.. desember  
7., 14., 21., 28. janúar
4., 11., 18. feberúar
3., 10., 17., 24. mars
7., 14., 21. apríl