A kvenna | HM hópurinn tilkynntur í dag

HSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna tilkynnir leikmannahóp Íslands fyrir HM 2023 kvenna. Heimsmeistaramótið fer að þessu sinni fram í Svíþjóð, Danmörku og Noregi en stelpurnar okkar munu hefja leik 30. nóvember.

Fundurinn í dag hefst kl. 15:00 og verður honum streymt á YouTube rás HSÍ.

Handbolti.is var með skemmtilega grein í dag varðandi kvennalandsliðið og HM 2023 kvenna, hægt er að lesa fréttina hér: https://handbolti.is/hm-hopurinn-verdur-tilkynntur-i-dag/