Powerade bikarinn | Dregið í 32 liða úrslit 4. fl. ka.

Dregið var til 32 liða úrslita Powerade bikarsins yngri flokka í morgun en eingöngu var dregið í 4. flokki karla.

Eftirtalin lið í 4. fl. karla voru skráð í Powerade bikarinn í ár Afturelding 1, Afturelding 2, FH, Fjölnir/Fylkir, Fram, Grótta, Haukar, HK, Hörður, ÍR, ÍBV, KA, Selfoss, Stjarnan 1, Stjarnan 2, Valur 1, Valur 2, Víkingur 1, Víkingur 2 og Þór.

Þau lið sem drógust í 32 liða úrslit Powerade bikarsins eru eftirfarandi:
KA – Víkingur 2
Stjarnan – Fjölnir/Fylkir
Grótta – FH
Hörður – ÍBV

Leikirnir verða að spilast fyrir 18. október.

Stefnt verður að því að daga í 16 liða úrslit Powerade bikars yngri flokka 19. október nk.

Upptöku af drættinum má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=5xI0soSNnWk