A kvenna | Síðasti séns að tryggja sér miða á HM

Stelpurnar okkar koma saman í byrjun næstu viku og hefst þá undirbúningur liðsins fyrir HM kvenna í handbolta. Ísland leikur í D riðli í Stavanger og er leikjadagskrá liðsins eftirfarandi:

30. nóv kl. 17:00 Ísland – Slóvenía
2. des kl. 17:00 Ísland – Frakkland
4. des kl. 17:00 Ísland – Angóla

HSÍ hefur milligöngu með miða á leikina og verður lokapöntun send út næsta föstudag. Ef að þú ætlar að fylgja liðinu og átt eftir að tryggja þér miða þá svarar Kjartan Vídó öllum fyrirspurnum í netfanginu kjartanv@hsi.is varðandi miðasöluna.