A kvenna | Sigur liðsheildarinnar gegn Lúxemborg í kvöld

Stelpurnar okkar léku í kvöld fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg. Boozt bauð frítt á leikinn og frábær mæting var á Ásvelli í kvöld, 1400 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld.

Íslenska liðið byrjaði vel í kvöld og náðu öruggri forustu snemma í leiknum. Í hálfleik var staðan 19 – 7 Íslandi í vil.

Þjálfarateymi Íslands gat spilað á öllum sínum leikmönnum í kvöld og spilaði liðið í heild frábærlega. Leikurinn endaði með 32 – 14 sigri Íslands.

Markaskorarar Íslands í kvöld voru:
Sandra Erlingsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1 og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1 mark.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 skot og Hafsdís Renötudóttir 7 skot.

Stelpurnar halda til Færeyja á laugardaginn og spila þær gegn Færeyjum á sunnudaginn, leikurinn er kl. 14:00 í beinni útsendingu á RÚV.