A kvenna | Ísland – Lúxemborg á miðvikudaginn

Stelpurnar okkar komu saman til æfinga á sl. laugardag og hófst þá undirbúningur þeirra fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024. Liðið leikur gegn Lúxemborg á miðvikudaginn að Ásvöllum, leikurinn hefst kl. 19:30 og frítt er inn í boði Boozt. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2.

Liðið æfði um miðjan dag í dag í Mýrinni í Garðabæ og byrjuðu stelpurnar á því að setjast niður á fundi með þjálfarateyminu. Eftir það fengu fjölmiðlar aðgang að leikmönnum og þjálfurum til viðtals. Stelpurnar héldu svo áfram undirbúningi sínum fyrir leikinn á miðvikudaginn með góðri æfingu.

Fjölmennum að Ásvöllum á miðvikudaginn og styðjum stelpurnar okkar.