A kvenna | HM hópurinn tilkynntur

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair hvaða 18 leikmenn hafa verið valdið til þátttöku á HM kvenna sem hefst í lok nóvember.
Stelpurnar okkar koma saman til æfinga 20. nóv. hér á landi og halda til Noregs 22. nóv. en liðið mun áður en að HM kemur leika á Post Cup gegn Noregi, Angóla og Póllandi.

Ísland leikur í D-riðli HM 2023 og spilar liðið í Stavanger. Fyrsti leikur liðsins er 30. nóv. þegar liðið leikur gegn  Slóveníu, annar leikur þeirra er svo 2. des. gegn Frakklandi og síðasti leikur riðlakeppninnar er gegn Angóla.

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1)
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2)

Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (41/46)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (40/48)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (8/8)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (4/11)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (96/108)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (6/8)
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (5/0)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (10/4)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (34/53)
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (22/95)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (77/59)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (64/124)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (38/21)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (123/348)

HM 2023 kvenna verður í beinni útsendingu á RÚV.