
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Frakklandi 24:19, í undankeppni Evrópumótsins en leikið var í Frakklandi í dag. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og var með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Karen Knútsdóttir stýrði sóknarleiknum og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik einum, en að honum loknum hafði íslenska liðið þriggja marka forskot, 13:10.