
Bein útsending Coca Cola bikar yngri flokka – dregið í 8 liða úrslit Útsendingin hefst kl.15.00
Bein útsending Coca Cola bikar yngri flokka – dregið í 8 liða úrslit Útsendingin hefst kl.15.00
Eins og fram kom í síðustu viku þá frestaði IHF HM keppnum yngri landsliða sem fram áttu að fara í sumar. Nú hefur EHF tekið upp þráðinn og tilkynnt að EM 19 ára landsliða karla fari þess í stað fram nú í sumar, en það er í raun sama keppni og var frestað síðasta sumar….
Arnar Pétursson þjálfari A landslið kvenna hefur valið þá 18 leikmenn sem taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í mars. Riðill íslenska liðsins fer fram 19. – 21. mars nk. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar okkar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur…
Tomas Svensson hefur óskað eftir því að láta af störfum sínum með A landsliði karla og hefur HSÍ orðið við ósk hans. Tomas hefur starfað með Guðmundi Guðmundssyni frá því að í Guðmundur tók við liðinu í febrúar 2018. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að starfa fyrir HSÍ og íslenska landsliðið….
Úrskurður aganefndar 2. mars 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Patrekur Stefánsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Hauka í Olís deild karla þann 25.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er…
Dómstóll HSÍ hefur kveðið upp dóm í kærumáli nr 1/2021, Stjarnan handknattleiksdeild gegn kvennaráði KA/Þór og Handknattleikssambandi Íslands. Niðurstöður dómsins má finna á heimasíðu HSÍ á eftirfarandi slóð: Skjal_21030113210 (hsi.is)
Guðmundur Guðmundsson, landsliðþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Ísrael í undakeppni EM 2022. Strákarnir okkar leika við Ísrael í Tel Aviv fimmtudaginn 11.mars nk. og hefst leikurinn 17:30. Hópur Íslands gegn Ísrael er eftirfarandi: Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1) Vinstra horn:Bjarki Már Elísson, Lemgo (79/219)Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)…
Úrskurður aganefndar 23. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Stiven Tobar Valencia leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Vals í Olís deild karla þann 18.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál…
Alþjóða handknattleikssambandið ákvað á fundi sínum í síðustu viku að aflýsa öllum mótum yngri landsliða á árinu. Þetta var tilkynnt á heimasíðu sambandsins í gærkvöldi. U-19 og U-21 árs landslið karla áttu bæði þátttökurétt á HM í sumar en ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um hvaða áhrif þetta hefur á æfingar og keppni liðanna…
Yngri landslið karla | Æfingar 12.-14. mars, æfingahópar Helgina 12. – 14. mars æfa yngri landslið karla og hafa þjálfarar liðanna valið sína æfingahópa. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða auglýstir fljótlega. Landsliðshópana má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar. U-21 árs landslið karla Þjálfarar:Einar Andri Einarsson, einarandri30@gmail.comSigursteinn Arndal,…
Úrskurður aganefndar 16. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Aftureldingar hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Afturelding og Stjarnan í Olís deild karla þann 11.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál…
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A landsliði kvenna, hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17. – 21. febrúar nk. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu….
Dregið var í dag í riðla í höfuðstöðvum EHF í úrslitakeppni B-deildar Evrópumóts U-17 og U-19 ára landsliða kvenna. Bæði landsið Íslands voru bæði í efsta styrkleikaflokki fyrr dráttinn í dag. U-17 ára landslið kvenna mun spila sinn riðil í Klapeda í Litháen daganna 7. – 15. ágúst nk. Riðill Íslands má sjá hér:ÍslandPóllandHvíta RússlandTyrklandLettland…
Úrskurður aganefndar 9. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leonharð Þorgeir Harðarson leikmaður FH hlaut útilokun með skýrslu í leik FH og KA í Olís deild karla þann 3.2.2021. Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spaldið því dregið…
Úrskurður aganefndar 2. febrúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Þrándur Gíslason Roth leikmaður UMFA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og UMFA í Olís deild karla þann 30.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál…
Dregið var í Happdrætti HSÍ hjá skrifstofu sýslumannsins höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 28. janúar s.l. Númer vinningsmiða má sjá hér fyri neðan. Vinningshafar geta sótt vinninga sína á skrifstofu HSÍ frá og með 4. febrúar n.k., skrifstofan er opin frá 09:00 – 16:00. HSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt sem og styrktaraðilum sem gáfu vinninga í…
Í hádeginu var dregið í 32- og 16-liða úrslitum í Coca Cola bikar yngri flokka, niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þessar viðureignir eiga að fara fram í febrúar. 3. flokkur karla 16 liða úrslit Stjarnan 2 – Selfoss 2Selfoss – Fjölnir/FylkirÞór Ak. – HKGrótta – VíkingurValur – KAAfturelding – StjarnanHaukar – ÍBVFram – ÍR…
Úrskurður aganefndar 26. janúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Albert Garðar Þráinsson leikmaður Vængja Júpíters hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Selfoss U og Vængja Júpíters í Grill66 deild karla þann 22.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Noregi í dag í þriðja leik strákanna okkar í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. 18 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna…
Vegna veðurs hefur leik Vals og Þórs Akureyri sem fara átti fram í dag verið frestað, unnið er að því að finna nýjan leiktíma á viðeign þessara liða.
Vegna veðurs hefur leik Vals og KA/Þórs sem fara átti fram í dag verið frestað. Leikurinn fer fram mánudaginn 24. janúar nk. kl. 18:30. Einnig hefur leik Hauka U og Harðar í Grill 66 deildinni verið frestað, unnið er að því að fína nýja tímasetningu fyrir þann leik.
Ísland og Frakkland mættust í frábærum handboltaleik fyrr í kvöld. Franska liðið var taplaust á mótinu fyrir leikinn en strákarnir okkar mættu dýrvitlausir til leik og sýndu sitt rétta andlit eftir tapið gegn Sviss. Mikill hraði var í upphafi leiksins og skiptust liðin á að skora eftir hraðaupphlaup eða hraðar miðjur, Frakkar höfðu þó forskotið…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Frakklandi í dag í öðrum leik strákanna okkar í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. 18 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna…
Handknattleikssamband Íslands og Ísey Skyr hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að Ísey Skyr verður einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Ísey Skyr komu með vörumerki sitt inn á keppnistreyjur Íslands fyrir HM í Egyptalandi og munu verða á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. “Stuðningur frá íslensku atvinnulífi við HSÍ er ómetanlegur og það að Ísey…
Alexander Petersson hélt af stað heimleiðis eftir leik Íslands og Sviss í gærkvöldi af persónulegum ástæðum. Alexander hefur tekið þátt í öllum fjórum leikjum Íslands það sem af er HM í handbolta í Egyptalandi og skoraði hann samtals 7 mörk í leikjunum. HSÍ vill þakka Alexander kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og samveruna frá því…
Ísland og Sviss mættust í fyrsta leik í milliriði á HM í Egyptalandi í dag. Svissneska liðið hafði leikið vel í riðlakeppninni og staðið í sterkum handboltaþjóðum, því var ljóst að framundan væri erfiður leikur. Lítið var skorað í byrjun og í raun allan fyrri hálfleikinn, varnir beggja liða voru sterkar og markverðirnir áttu skínandi…
Þjálfaranám HSÍ | 1. – 3. stig í fjarnámi Þjálfaranám HSÍ aftur af stað 8. febrúar en skráning á námskeiðin er hafin. Námskeiðin voru áður rekin í formi helgarnámskeiða en verða hér eftir í fjarnámi yfir nokkurra mánaða tímabil. Námskeiðin fara fram fram í samstarfi við Háskólinn í Reykjavík og er notast við sama tölvukerfi…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Sviss í dag í fyrsta leik strákanna okkar í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. 19 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna…
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 19.1. ’21 Úrskurður aganefndar 19. janúar 2021 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Egill Ploder Otttósson leikmaður Kríu hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik Kríu og Haukar U í Grill66 deild karla þann 16.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en…
Ísland og Marokkó mættust fyrr í kvöld í lokaleik F-riðils. Ekkert annað en sigur kom til greina og þannig tryggja 2 stig með í milliriðla. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en eftir að leikmaður Marokkó fékk rautt spjald tóku okkar menn völdin og náðu fljótlega 5 marka forystu sem hélst fram til hálfleiks, staðan…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Marakkó í kvöld í þriðja leik strákanna okkar á HM í Egyptalandi. 20 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna lista Íslands…
Handknattleikssamband Íslands og Íslenskar Getraunir hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Íslenskar Getraunir hefur verið einn af bakhjörlum HSÍ til fjölda ára ásamt því að vera sterkur bakhjarl aðildarfélaga HSÍ. HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Íslenskar Getraunir í framtíðinni.
Vegna fréttar á Vísir.is þar sem vitnað er í ummæli Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar vill HSÍ koma eftirfarandi á framfæri. Aron var sannarlega skoðaður af læknum landsliðsins eins og fram kemur í tilkynningu HSÍ frá 2. janúar sl. og var staðfest að hann sé meiddur á hné og óleikfær. Ummæli Tomas eru byggð…
Vegna meiðsla hefur Janus Daði Smárason ákveðið að draga sig úr íslenska landsliðinu sem keppir á HM í Egyptalandi. Janus Daði hefur átt við meiðsli að stríða í öxl að undaförnu og ágerðust meiðslin hér úti. Í samráði við Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara og sjúkrateymi landsliðsins hefur Janus því ákveðið að draga sig úr hópnum og…
Annar leikur Íslands á HM í Egyptalandi fór fram í kvöld, andstæðingur okkar að þessu sinni var Alsír en þeir unnu Marokkó með minnsta mun í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Það mátti sjá á öllu í undirbúningi íslenska liðsins að þeir ætluð sér að gera betur en á fimmtudaginn, enda kom það á daginn. Leikurinn byrjaði…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Alsír í kvöld í öðrum leik strákanna okkar á HM í Egyptalandi. 20 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna lista Íslands…
Handknattleikssamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að samstarfið við Valitor haldi áfram. Samingurinn felur meðal annars í sér stuðning fyrirtækisins við kvenna- og karlalandslið sambandsins sem og grasrótarstarfsemi HSÍ á Íslandi, með það fyrir augum að efla afreksfólk framtíðarinnar hjá…
Strákarnir okkar hófu leik á HM fyrr í kvöld en fyrstu andstæðingarnir voru Portúgal. Þriðji leikur liðanna á 8 dögum og nú var allt undir í Kaíró. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu tvö mörkin en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Þegar liðin fengu til búningsklefa var staðan 10-11…
HSÍ undirritaði nýverið samstarfssamning við Nettó. Það er mikið fagnaðarefni að jafn öflugt fyrirtæki eins og Nettó komi til samstarfs við handboltahreyfinguna á Íslandi og vonast HSÍ til þess að eiga gott samstarf við Nettó í framtíðinni. „Við í handboltahreyfingunni gleðjumst yfir því að Nettó hafi valið að vinna með okkur og verði með vörumerki…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í kvöld í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Egyptalandi. 20 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna lista Íslands…
Strákarnir okkar hafa nú dvalið í um sólarhring í Kairó í Egyptalandi en fyrsti leikur þeirra á heimsmeistaramótinu er gegn Portúgal á fimmtudaginn kl. 19:30. 20 leikmenn ásamt starfsfólki flugu með Icelandair í gærmorgun til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til Egyptalands. Ferðalagið var langt og strangt og komu strákarnir seint á hótelið eftir ferðalagi. Dagurinn…
Strákarnir okkar mættu Portúgal í dag á Ásvöllum og var leikurinn í undankeppni EM 2022. Portúgal byrjaði leikinn betur í dag og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3 – 6. Þegar blásið var til hálfleiks höfðu strákarnir okkar náð að minnka muninn og staðan 12 – 13. Seinni hálfleikurinn hjá íslenska liðinu var frábær…
Strákarnir okkar leika í dag í undankeppni EM 2022 gegn Portúgal, leikurinn fer fram á Ásvöllum en leikið er án áhorfenda. Leikskrá leiksins má finna á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/…/2021/01/hsi-leikskra_isl_port.pdf Leikurinn hefst kl. 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. ÁFRAM ÍSLAND!
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í dag í undankeppni EM 2022. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst hann kl. 16:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Nafn: Félag:Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische HC Ágúst Elí Björgvinsson KIF Kolding Bjarki Már Elísson TBV Lemgo Lippe Björgvin…
Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra hópa vegna verkefna næsta sumars, um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna. Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnar fara fram á Microsoft Teams og verða…
Strákarnir okkar mættu Portúgal í kvöld í Porto í undankeppni EM 2022 og er þetta fyrsti leikur af þremur sem strákarnir okkar mæta liði Portúgal í þremur löndum í tveimur keppnum á 10 dögum. Framan af var jafnræði með liðunum og þegar 12 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4 – 4. Þegar blásið…
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt að Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði A landsliðs karla gegn Portúgal í kvöld. Arnór Þór lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd 11. janúar 2008 í Þrándheimi gegn Ungverjum. Hann hefur leikið 114 landsleiki og skorað í þeim 332 mörk, HM í Egyptalandi verður hans áttunda stórmót fyrir Ísland. Leikurinn…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari valdi í gærkvöldi þá sextán leikmenn sem héldu nú í morgunsárið til Portúgals. Strákarnir okkar leika gegn heimamönnum þar ytra á miðvikudaginn kl. 19:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Hópurinn kemur svo heim strax á fimmtudaginn og hefja þá undirbúning sinn fyrir heimaleik sinn gegn Portúgal sem fram fer…
Ein breyting hefur orðið á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Portúgal og HM í Egyptalandi. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla á hné. Eftir læknisskoðun hjá læknum landsliðsins er það ljóst að Aron verður ekki leikfær nú í janúar. Ekki hefur verið kallað á annan leikmann að svo…
Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins í kvöld en íþróttamaður ársins eru verðlaun sem Samtök íþróttafréttamanna veita árlega þeim íþróttamanni sem er talinn hafa skarað framúr og keppir innan vébanda ÍSÍ. Tveir handknattleiksmenn eru á meðal þeirra tíu sem eru efstir í kjörinu að þessu sinni, Bjarki Már Elísson sem spilar fyrir Lemgo í…