Karen Knútsdóttir hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem leikur í forkeppni HM helgina 19. – 21. mars af persónulegum ástæðum.

Ákvörðunin var tekin í samráði við HSÍ og þjálfara íslenska liðsins.

Arnar Pétursson, þjálfari A landsliðs kvenna hefur ákveðið að kalla ekki á annan leikmann í hennar stað að svo stöddu.