Yngri flokkar | Mótahald næstu vikur

Í hádeginu var haldinn formannafundur yngri flokka þar sem farið var yfir mótahald í yngri flokkum næstu vikur.

Fjölliðamótum í 5. – 8. flokki næstu tvær helgar hefur verið aflýst vegna ástandsins í samfélaginu en það er samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavörnum og sóttvarnarlækni sem leggjast gegn öllum mannamótum og ferðalögum milli landshluta sé hjá því komist. Reiknað er með því að hægt verði að taka upp þráðinn helgina 8.-9. maí en þó hefur ekki verið ákveðið með mótshaldara eða staðsetningar á mótum.

Keppni í 3. og 4. flokki verður haldið áfram skv. leikjaplani fram til 23. maí og eru liðin hvött til að spila eins marga leiki og mögulegt er með eðlilegu álagi. Þá er mikilvægt er að leikirnir fari fram samkvæmt sóttvarnarreglum hverju sinni. Félögin eru beðin um að koma sér saman um leikdaga þeirra leikja sem hefur verið frestað. Raðað verður í úrslitakeppni m.v. stöðu í deildum að teknu tilliti til fjöldra spilaðra leikja og hugsanlega annarra þátta.

Bikarkeppni yngri flokka er í skoðun hjá stjórn HSÍ.

Nánari upplýsingar um mótahald HSÍ veitir Hrannar Hafsteinsson mótastjóri, hrannar@hsi.is