Stelpurnar okkar hefja leik í forkeppni HM á föstudaginn er þær mæta N-Makedóníu í Skopje. Liðið hefur í dag fundað og farið yfir andstæðingana, verið í endurheimt og æft  fyrir komandi átök og er góður andi í hópnum.

Vegna mögulegs útgöngubanns í Skopje sem tæki gildi um helgina hafa mótshaldarar þurft að gera breytingar á leiktíma riðilsins. Leikir verða leiknir fyrr um daginn og má sjá hér að neðan nýja leiktíma.

Fös. 19. mars kl. 11:00 Ísland – Norður-Makedónía

Lau. 20. mars kl. 13:00 Ísland – Grikkland

Sun. 21. mars kl. 13:00 Ísland – Litháen


Jafnframt tilkynntu mótshaldarar í dag að leikjum Ísland verði streymt og munum við auglýsa slóðirnar á leikdögum.