A landslið kvenna | 10 marka tap gegn Slóveníu

Stelpurnar okkar léku fyrri leik sinn í dag í umspili um laust sæti á HM 2021 gegn Slóveníu ytra. Thea Imani Sturludóttir skoraði fyrsta mark leiksins og var jafnræði með liðunum fyrstu mínútur leiksins. Slóvenska liðið átti því næst mjög góðan kafla og náðu góðri forustu á Íslenska liðið. Þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfsleiks var staðan 13 : 7.

Í seinni hálfleik héldu Slóvenar uppteknum hætti og hleyptu stelpunum okkar aldrei nálægt sér og munurinn í leikslok tíu mörk 24 : 14.

Markaskorar Íslands: Lovísa Thompson 5, Rut Jónsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Karen Knútsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1 og Ásdís Guðmundsdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 12 skot og Saga Sif Gísladóttir varði 3 skot.

Landsliðið mætir Slóvenum í seinni leik liðanna á Ásvöllum næsta miðvikudag og hefst leikurinn 19:45 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.