A landslið kvenna | Ísland í sterkum riðli

Dregið var fyrr í dag í riðla í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Norður-Makedóníu, Slóveníu og Svartfjallalandi í nóvember 2022. Stelpurnar okkar voru skráðar í 3. styrkleikaflokk fyrir dráttinn.

Riðill Íslands í undankeppninni er eftirfarandi:
Svíþjóð
Serbía
Ísland
Tyrkland

Fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar fara fram í byrjun október en þriðja og fjórða umferðin í mars og apríl á næsta ári.