Í kvöld mætast Ísland og Slóvenía í síðari leik liðanna í umspili um laust sæti á HM en leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Stelpurnar okkar töpuðu fyrri leiknum ytra með 10 marka mun, 24-14 en þær hafa ekki lagt árar í bát og ætla sér sigur í kvöld.

Ein breyting verður á 16 manna leikmannahóp íslenska liðsins, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kemur inn í stað Mariam Eradze.

Leikskýrslu má finna hér: https://statistics.eurohandball.com/reports/?m=202112030102006

Leikurinn hefst kl. 19.45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV. Því miður verða áhorfendur ekki leyfðir á leiknum á við hvetjum alla til að fylgjast vel með í sjónvarpi allra landsmanna.