A landslið kvenna | Arnar bætir við leikmanni

Arnar Pétursson hefur bætt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur leikmanni Vals við hópinn sem æfir nú hér heima fyrir síðari leikinn gegn Slóveníu.

Stelpurnar okkar mæta Slóvenum í seinni leik liðanna um laust sæti á HM 2021 á Ásvöllum á miðvikudaginn kl. 19:45.

Áhorfendur verða ekki leyfðir en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.