Stelpurnar okkar léku í dag sinn fyrsta leik í forkeppni HM sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Jafnræði við með liðunum í upphafi leiks og þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 2 – 2. Íslenska liðið átti þá frábæran kafla og skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni í 7 – 2 með marki frá fyrirliðanum Steinunni Björnsdóttir. Steinunn meiddist hinsvegar í skotinu og kom ekkert meira við sögu. Heimakonur léku vel í lok fyrir hálfleiks,  staðan í hálfleik var 11 – 8 Norður Makedóníu í vil.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði 5 mörk í röð og staðan orðin 13 – 12 fyrir Ísland. Liðin skiptust svo á að leiða leikinn þar til í stöðunni 15 – 15, þá sigu Norður-Makedónar framúr stelpunum okkar og að lokum endaði leikurinn með sjö marka tapa Íslands 24 – 17.

Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Rut Jónsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Sunna Jónsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1 og Sigríður Hauksdóttir 1 mark.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 11 skot í leiknum.

Stelpurnar okkar mæta Grikkjum á morgun og hefst leikurinn 18:00 og verður honum streymt á RÚV.is