
Stelpurnar í U20-kvenna sigruðu í dag gegn Sviss í síðasta leik liðsins á HM í Skopje, 29-26. Ísland endar því mótið í sjöunda sæti sem er besti árangur íslensks kvennalandsliðs frá upphafi! Leikurinn fór vel af stað fyrir Ísland en stelpurnar mættu afar beittar til leiks og höfðu frumkvæðið nánast frá upphafi. Íslenska liðið náði…