U19-ára landslið kvenna tapaði í dag opnunarleik sínum á EM gegn heimastúlkum í Rúmeníu. Leikurinn fór fjörlega af stað og jafnt var á með liðunum fyrstu 15 mínúturnar eða svo. Í stöðunni 10-10 náðu Rúmenarnir góðum spretti og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 22-14 Rúmeníu í vil.

Í síðari hálfleik náði íslenska liðið að bíta aðeins frá sér en stelpurnar okkar náðu þó aldrei að ógna almennilega forskoti Rúmenanna sem eru með firnasterkt lið. Niðurstaðan varð því 41-33 tap hjá okkar stelpum.

Næsti leikur liðsins á mótinu er gegn Þýskalandi á morgun og hefst hann klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Allir leikir mótsins eru sýndir í beinu streymi á https://ehftv.com/home.

Markaskor íslenska liðsins: Lilja Ágústsdóttir 10, Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2 og Elísa Elíasdóttir 1.

Stelpurnar okkar eftir leik dagsins. Mynd: Ísland
Lilja Ágústsdóttir, fyrirliði var valin maður íslenska liðsins að leik loknum. Mynd: Ísland

Forsíðumynd í frétt: Marius Ionescu / EHF