
Sumaropnun skrifstofu HSÍ Á morgun, 2. júlí mun opnunartími skrifstofu HSÍ styttast. Frá og með morgundeginum, 2. júlí til 5. ágúst verður skrifstofa HSÍ opin frá 9:00 til 13:00.
Sumaropnun skrifstofu HSÍ Á morgun, 2. júlí mun opnunartími skrifstofu HSÍ styttast. Frá og með morgundeginum, 2. júlí til 5. ágúst verður skrifstofa HSÍ opin frá 9:00 til 13:00.
Glæsilegt lokahóf fór fram í gærkvöldi og voru þau bestu verðlaunuð.
HSÍ í samvinnu við Handknattleikssamband Evrópu, stendur fyrir endurmenntunarnámskeiði hjá þeim þjálfurum sem lokið hafa Master Coach þjálfaragráðunni. Námskeiðið fer fram dagana 30.-1.júní í húsakynnum ÍSÍ í fundarsal C en 40 þjálfarar eru skráðir á námskeiðið.
Rapyd og forverar þess hafa styrkt íslenskan handknattleik frá árinu 1984 og verið helsti fjárhagslegur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands í rúma fjóra áratugi. Að undanförnu hefur áhersla verið lögð á að efla afreksstarf í handknattleik með því að styrkja ungt og efnilegt handknattleiksfólk með beinum fjárstuðningi, svokallaðri “stoðsendingu Rapyd”. Verkefnið skilaði góðum árangri og hefur verið…
HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa: KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA – KARLALANDSLIÐ Umsóknarfrestur er til 23. maí 2025 Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er…
Handknattleikssamband Íslands, í samvinnu við UMSB og Borgarbyggð, stendur fyrir handboltanámskeiði í Borgarnesi dagana 24. og 25.maí. Æfingarnar eru fyrir 1.-4.bekk (árg 2018-2015) og fara fram í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Æfingar fyrir 1. og 2.bekk eru laugardaginn 24.maí kl 11:00-12:30 og sunnudaginn 25.maí kl 13:30-14:15. Æfingar fyrir 3. og 4.bekk eru laugardaginn 24.maí kl 13:00-14:30…
HSÍ hefur ráðið Þóri Hergeirsson til starfa sem faglegur ráðgjafi sambandsins í afreksmálum. Þóri þarf vart að kynna Íslensku þjóðinni en hann hefur þjálfað í Noregi í 39 ár með stórkoslegum árangri. Um er að ræða nýja stöðu innan HSÍ en tilkynnt var um ráðningu Þóris á fréttamannafundi að Hlíðarenda á Handboltaþingi 2025. Jón Halldórsson…
68. ársþing HSÍ var haldið í dag, laugardaginn 5. apríl Í skýrslu stjórnar kom fram síðastliðið starfs ár hefur verið viðburðarríkt þar sem mæst hafa andstæðurnar góður árangur og erfið fjárhagsstaða. Landslið okkar hafa á undanförnum árum átt mikilli velgengni að fagna með þátttöku í stórmótum jafnt í A- landsliðum sem og yngri landsliðum. Þetta…
HSÍ | 68. ársþing HSÍ 68. ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið laugardaginn 5. apríl 2025 á Grand Hótel. Skráning þingfulltrúa hefst kl.09:00 og verður þingsetning sama dag kl. 10:00. Öll gögn þingsins ásamt árskýrslu HSÍ má finna á https://www.hsi.is/arsthing-hsi-2025/
Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við Arion Banka standa fyrir fyrirlestrum þann 1.mars næstkomandi. Þórir Hergeirsson, sigursælasti handknattleikssþjálfari sögunnar, mun halda tvo fyrirlestra laugardaginn 1.mars n.k. Auk Þóris mun Hafrún Kristjánsdóttir einnig halda fyrirlestur. Dagskráin er eftirfarandi : 10:00-10:45. Þórir Hergeirsson – Afreksstarf. 10:45-11:00. Hafrún Kristjánsdóttir – Mikilvægi sálfræðilegra þátta í árangri og vellíðan afreksmanna. 11:00-11:15….
68.ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið laugardaginn 5. Apríl 2025 á Grand Hótel, nánar tiltekið Háteig. Skráning þingfulltrúa hefst kl.09:00 og verður þingsetning sama dag kl. 10:00. Kjörbréf og upplýsingar um fjölda fulltrúa verða send út með seinni boðun þings. Tilkynning um framboð til embættis stjórnar HSÍ skal berast skrifstofu HSÍ minnst 21 degi fyrir þing….
Handknattleikssamband Íslands, í samvinnu við Íþróttafélagið Víði og Suðurnesjabæ, stendur fyrir handboltadögum í Suðurnesjabæ dagana 8. og 9.mars næstkomandi. Æfingarnar eru fyrir 1.-4.bekk (2018-2015) og fara fram í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði 10:00-12:00 bæði 8. og 9.mars. Fjölmargir gestaþjálfarar og leikmenn munu mæta á svæðið og vonumst við til að sem flestir krakkar mæti og taki…
Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir handboltanámskeið á Vestfjörðum í samvinnu við Arnarlax dagana 22.-23.febrúar. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði en Arnarlax mun bjóða upp á rútuferðir á æfingarnar frá Vesturbyggð. Iðkendum er skipt upp í tvo hópa, eldri og yngri og eru æfingatímar sem hér segir : Yngri (1.-4.bekkur) Laugardagurinn 22.febrúar kl 10:00-12:00 Sunnudagurinn…
Bakhjarlar | HSÍ og Arion banki framlengja samstarf sitt HSÍ og Arion banki hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi samstarf sín á milli. Arion banki hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum HSÍ allt frá árinu 2004 og er það afar mikilvægt fyrir íslenskan handknattleik að tryggja áframhaldandi samstarf við jafn öflugt fyrirtæki og Arion banki er….
Á meðan íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum á heimsmeistaramótinu í handknattleik bjóða fjölmörg aðildarfélög HSÍ nýjum iðkendum að koma og prófa að æfa handbolta án kostnaðar. Við hvetjum alla til að mæta og prófa hjá sínu hverfisfélagi en upplýsingar um aðildarfélög HSÍ er að finna hér : https://www.hsi.is/felog/ Áfram Ísland og áfram handbolti
Ungmennafélagið ÁS á Kirkjubæjarklaustri stóð fyrir handknattleiksnámskeiði dagana 16.-19.janúar. Þetta er í þriðja skiptið sem slíkt námskeið er haldið en um 40 nemendur frá 1.-10.bekk tóku þátt. Örn Þrastarson unglingalandsliðsþjálfari stýrði æfingu fimmtudagsins en honum til aðstoðar var Rúnar Hjálmarsson. Seinni hluta námskeiðsins stýrðu fulltrúar Ungmennafélagsins ÁS en námskeiðið endaði svo á pizzapartý þar sem…
Landsliðin okkar eru hlaðvarps þættir þar sem alþjóð fær að kynnast landsliðsfólki okkar á skemmtilegan hátt. Burning questions og Quiz-Iceland þar sem 18 manna úrslit hófust í fyrsta þætti! Fyrsti þáttur í seríu 2 er kominn inn og hvetjum við alla til að ýta á follow takkann og bjölluna á Spotify. Hér getur þú smellt…
Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Jón Gunnlaug Viggósson sem íþróttastjóra sambandsins. Jón Gunnlaugur er 41 árs gamall, með BSc í Íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc gráðu frá ULPGC í samstarfi við Íþróttaháskólann í Köln. Hann er með EHF Master Coach og Master Coach PRO þjálfararéttindi frá Handknattleikssambandi Evrópu. Jón Gunnlaugur hefur undanfarin 20 ár…
Skrifstofa HSÍ verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna 13. – 17. júlí.Sé erindið áríðandi þá er hægt að finna netföng og símanúmer starfsmanna hér á heimasíðu HSÍ.
67. ársþing HSÍ var haldið í dag, miðvikudaginn 19. júní. Í skýrslu stjórnar kom fram að mikill uppgangur hefur verið í handboltaíþróttinni undanfarin ár. Fleiri lið taka þátt í Evrópukeppnum og er afrek Vals með sigri í Evrópukeppni skýrt dæmi um jákvæða þróun handboltans. Kvenna landsliðið tók þátt í HM á sl. ári eftir margra…
Handboltaskóli HSÍ | 100 krakkar æfðu saman um nýliðna helgi Handboltaskóli HSÍ fór fram í 29. skiptið um nýliðna helgi að Varmá í Mosfellsbæ. Um 100 stúlkur og drengir fædd 2011 frá 16 félögum tóku þátt. Tilnefningar voru, eins og undanfarin ár, í höndum aðildarfélaga HSÍ.Krakkarnir æfðu fjórum sinnum saman yfir helgina. Markmannsþjálfarateymi HSÍ sá…
HSÍ | Þingi frestað Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta ársþingi HSÍ sem halda átti nk. laugardag. 67 ársþing HSÍ verður haldið föstudaginn 24. maí í Laugardalshöll.
HSÍ | 10 einstaklingar hlutu Stoðsendingu Rapyd Síðasta föstudag var 10 framúrskarandi einstaklingum afhend Stoðsending Rapyd. Stoðsending RAPYD er skólastyrkur að fjárhæð 700 þúsund krónur til að hjálpa framúrskarandi ungum leikmönnum að ná sem lengst og keppa til sigurs. Yfir 80 einstaklingar sóttu um Stoðsendingu Rapyd og valdi dómnefnd 5 stelpur og 5 stráka sem…
Ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið laugardaginn 27. apríl 2024 í Laugardalshöll. Skráning þingfulltrúa hefst kl.09:00 og verður þingsetning sama dag kl. 10:00. Undirrituð kjörbréfi þarf að skila inn við skráningu við komu og má finna það hjálagt. Tilkynning um framboð til embættis formanns og stjórnar HSÍ skal berast skrifstofu HSÍ minnst 21 degi fyrir þing….
Bakhjarlar HSÍ | 1xINTERNET nýr bakhjarl íslenska landsliðsins í handbolta. 1xINTERNET hefur bæst í hóp bakhjarla Handknattleikssambands Íslands árið 2024. Frá og með EM í Þýskalandi mun 1xINTERNET hafa auglýsingu sína á treyjum karla og kvenna landsliða Íslands í handbolta. 1xINTERNET, sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fyrirtæki, hefur sterka tengingu við bæði Ísland og…
HSÍ | Handknattleiksfólk ársins 2023 Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bikarkeppninni. Sandra m.a. valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar. Sandra…
Netverslun | Boozt hefur sölu á landsliðstreyjunni HSÍ og Boozt hafa ákveðið að færa netverslun HSÍ sem hefur boðið upp á landsliðstreyjur Íslands til sölu yfir til Boozt. Stór pöntun á landsliðstreyjum skilaði sér í dag til Boozt og munum við auglýsa það vel þegar sala hefst í gegnum Boozt.com. Boozt einn af aðalbakjörlum HSÍ…
Bakhjarlar | HSÍ og Arnarlax hefja samstarf HSÍ og Arnarlax hafa undirritað samkomulag þess efnis að Arnarlax verði einn af bakhjörlum HSÍ. Frá og með HM kvenna sem hefst í næstu viku í Noregi, Svíþjóð og Danmörku mun Arnarlax hafa sitt vörumerki á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Það eru stór verkefni framundan…
Bakhjarlar | Grípur þú Stoðsendingu Rapyd? Rapyd ætlar að velja 10 framúrskarandi unga handboltaleikmenn í kvenna- og karlaflokkum, sem hljóta STOÐSENDINGU RAPYD. STOÐSENDING RAPYD er styrkur að fjárhæð 700 þúsund krónur til að hjálpa framúrskarandi ungum leikmönnum að ná sem lengst og keppa til sigurs. Handboltafólk á aldrinum 16-21 árs er hvatt til þess að…
Bakhjarlar | Rapyd og HSÍ ganga frá styrktarsamningi með áherslu á stuðning við ungt handboltafólk Rapyd hefur gert samstarfssamning við HSÍ um að styrkja íslenskan handbolta. Hluti af samstarfinu felst í styrktarverkefninu “Stoðsending Rapyd” sem er ætlað að styðja við 10 framúrskarandi unga leikmenn á aldrinum 16 til 21 árs og gefa þeim þannig kost…
Bakhjarlar | HSÍ og MS framlengja samstarfið Handknattleikssamband Íslands og Mjólkursamsalan hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að MS verður áfam einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Vörumerkið Ísey Skyr kom inn á keppnistreyjur Íslands fyrir HM í Egyptalandi 2021 og munu verða áfram á keppnistreynum til loka árs 2025. HSÍ fagnar því að MS haldi áfram…
Dómarar | Anton og Jónas dæma á EM 2024 EHF birti í gær nöfn þau 18 dómarapara sem dæma á EM 2024 í janúar sem fram fer í Þýskalandi. Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða meðal dómara á mótinu en þeir hafa dæmt saman á þremur síðustu Evrópumótum. Handbolti.is fjallaði um dómaralistann í…
Sameiginleg yfirlýsing 7 íþróttasérsambanda Frá BLÍ, FSÍ, FRÍ, HSÍ, KSÍ, KKÍ og SSÍ Íþróttastarf gengur ekki bara út á að kenna börnum og unglingum iðkun íþróttagreina. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu uppeldishlutverki gagnvart þessum ungu iðkendum og í starfinu er ekki síður unnið markvisst að því að kenna góð gildi sem má taka með sér út í…
Dómaramál | Guðjóni L. Sigurðssyni þakkað 50 ára þjónustu við handboltann Fyrir leik FH og Aftureldingar í Olísdeild karla í gærkvöldi afhenti Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ Guðjóni L. Sigurðssyni, dómara og síðar eftirlitsmanni sifurplatta og blómvönd. Við lok síðasta keppnistímabils lauk Guðjón sínu 50. keppnistímabili fyrir handboltahreyfinguna á Íslandi. HSÍ vill þakka Guðjóni L….
Útbreiðsla | HSÍ boðar stórtækar breytingar í sjónvarps- og útbreiðslumálum Handknattleikssamband Íslands boðar umbyltingu varðandi upptökur og útsendingar frá deildarkeppnum í íslenskum handknattleik í nánustu framtíð þar sem nýjasta, stafræna tækni er nýtt til hins ítrasta í nánu samstarfi við fjölda bakhjarla og samstarfsaðila. Samið hefur verið m.a. við eftirfarandi aðila um þátttöku í verkefninu:…
Skrifstofa | Breytingar á starfsmannahaldiMagnús Kári Jónsson lætur af störfum í dag fyrir HSÍ en Magnús Kári hefur starfað á skrifstofu sambandsins síðustu átta ár og haldið m.a. utanum dómaramál sambandsins. HSÍ vill þakka Magnúsi Kára fyrir vel unnin störf í þágu handboltans á Íslandi og óskar honum velfarnaðar. Þá hefur Handknattleikssamband Íslands ráðið Herbert…
HSÍ | Handknattleikssamband Íslands stendur með fjölbreytileika! Hvort sem er á handknattleiksvellinum, í öðrum íþróttum eða í samfélaginu sjálfu þá skiptir fjölbreytileikinn okkur öll máli og í dag þegar Gleðigangan fyllir miðbæinn af lífi er ástæða til þess að gleðjast og fagna. Saman náum við árangri!
Skrifstofa HSÍ | Breyttur opnunartími í sumar Vegna sumarleyfa starfsmanna verður breyttur opnunartími á skrifstofu HSÍ í sumar. Skrifstofan verður opin frá 10:00 – 14:00 frá 4. júlí til 7. ágúst nk.
HSÍ | Kostuð meistaranámstaða í HR HSÍ og íþróttafræðideild HR auglýsa KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA – KARLALANDSLIÐUmsóknarfrestur er til 15. maí nk. Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan…
Ársþing HSÍ | Góð mæting í Laugardalshöll 66 . ársþing Handknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll síðastliðin sunnudag. 84 sátu þingið, þar af 62 þingfulltrúar frá aðildarfélögunum, Helga Þórðardóttir var kjörin þingforseti. Í upphafi þings minntist þingforseti látinna félaga og risu þingfulltrúar úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Endurkjörin til næstu tveggja ára í…
Dómstóll HSÍ | Dómur í kærumáli 1/2023 Í dag var kveðinn upp dómur í máli 1 2023. Þar var fjallað um leik Haukar og Gróttu í Olís deild karla sem fram fór 23. mars sl. Niðurstöður dómsins er að hafna beri körfu kæranda í málinu. Dóminn má sjá HÉR.
Ársþing HSÍ | Haldið 30. apríl í Laugardalshöll 66. ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið sunnudaginn 30. apríl 2023 í Laugardalshöll. Nánari upplýsingar um þingið má finna hér
Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 110 iðkendur frá 18 félögum Hæfileikamótun HSÍ fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram fyrir krakka fædd 2009. Að þessu sinni voru 110 iðkendur boðaðir frá 18 félögum og tóku þau þátt í æfingum helgarinnar. Fjölmargir leikmenn úr Olís-…
Vefverslun | Nýja landsliðstreyjan uppseld í flestum stærðum Það má segja að nýja landsliðstreyjan hafi fengið ævintýralegar móttökur undanfarnar vikur og hefur salan á henni farið fram út björtustu vonum. Sem stendur eru aðeins 2 stærðir til í vefverslun HSÍ, XL kvenna og XXL kvenna. Aðrar stærðir eru uppseldar. Ekki koma fleiri treyjur til landsins…
HSÍ | Ómar Ingi Magnússon Íþróttamaður ársins 2022 Í kvöld var íþróttamaður ársins útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í beinni útsendingu á RÚV. Handknattleikur átti þar þrjá fulltrúa af ellefu efstu eftir frábæran árangur þeirra með sínum félagsliðum og landsliði en það voru Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson. Handknattleikshreyfingin átti einnig…
Íþróttamaður ársins | HSÍ á þrjá fulltrúa af ellefu efstu í kjöri til Íþróttamanns ársins 2022 Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu í dag hvaða íþróttamenn enduðu í efstu tíu sætunum í kjöri samtakana á íþróttamanni ársins 2022. Í ár gerðist það að tveir voru jafnir að stigum í 10. – 11. sæti og því var birtur listi…
HSÍ | Handknattleiksfólk ársins 2022 Handknattleikskona ársinsHandknattleikskona ársins 2022 er Sandra Erlingsdóttir, 24 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og íslenska landsliðsins. Sandra lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um að komast í dönsku úrvalsdeildina….
Bakhjarlar HSÍ | Samstarf við Minigarðinn HSÍ og Minigarðurinn hafa gert með sér samstarfssamning og mun Minigarðurinn koma inn í ört stækkandi hóp bakhjarla HSÍ. Minigarðurinn er matgarður með fjölbeytta valkosti í mat en í senn 18 holu innanhúss minigolfvöllur, pílukaststaður og sportbar. Í Minigarðinum er gott að þjappa hópinn saman eins og landslið Íslands…
Meistarakeppni HSÍ karla | Valur meistari Handboltavertíðin hófst formlega í dag þegar Valur og KA mættust í Meistarakeppni HSÍ karla í Origo höllinni. Mikill hraði einkenndi leik beggja liða á upphafsmínútum leiksins en Valsmenn náðu góðri forustu þegar leið á fyrri hálfleik. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 21 – 15 Valsmönnum í vil. Í…