Skrifstofa | Breytingar á starfsmannahaldi

Magnús Kári Jónsson lætur af störfum í dag fyrir HSÍ en Magnús Kári hefur starfað á skrifstofu sambandsins síðustu átta ár og haldið m.a. utanum dómaramál sambandsins. HSÍ vill þakka Magnúsi Kára fyrir vel unnin störf í þágu handboltans á Íslandi og óskar honum velfarnaðar.

Þá hefur Handknattleikssamband Íslands ráðið Herbert Inga Sigfússon til starfa á skrifstofuna og hóf hann störf í morgun. Herbert mun sinna almennri skrifstofu vinnu fyrir HSÍ en Herbert síðustu ár starfað fyrir Handknattleiksdeild Hauka. Við bjóðum Herbert velkominn til starfa.