Hæfileikamótun HSÍ | Yfir 110 iðkendur frá 18 félögum

Hæfileikamótun HSÍ fór fram um síðustu helgi í Kaplakrika. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram fyrir krakka fædd 2009. Að þessu sinni voru 110 iðkendur boðaðir frá 18 félögum og tóku þau þátt í æfingum helgarinnar.

Fjölmargir leikmenn úr Olís- og Grill 66 deildinni mættu á æfingarnar að þessu sinni og fóru meðal annars yfir sínar uppáhalds fintur, áherslur varnar og sóknarlega og sögðu frá sínum ferli, draumum og markmiðum.

HSÍ bauð svo krökkunum upp á lasagna í hádegismat auk þess sem Haus Hugarþjálfun hélt fyrirlestur um afrekshugarfar. Svo sannarlega viðburðarík æfingahelgi hjá krökkunum.