
Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 4. og 5.flokks laugardaginn 25.janúar, frá kl. 9-12 og 13-16. Fjallað verður um hvernig eigi að standa að líkamlegri þjálfun í þessum aldursflokkum. HSÍ er búið að móta stefnu í þessum málum og verður farið ítarlega í hana. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.