U-18 ára landslið karla tapaði nú í kvöld fyrir Þýskalandi 18-17 í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á Sparkassen Cup en leikið er í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 9-8 fyrir Þýskalandi. Leikurinn var æsispennandi allan tímann en Þýskaland reyndist sterkari undir lokin.

Mörk Íslands í leiknum gerðu: Egill Magnússon 4, Ómar Ingi Magnússon 4, Arnar Freyr Arnarsson 3, Dagur Pálsson 3, Leonharð Harðarson 2 og Birkir Benediktsson 1.

Í markinu átti Grétar Ari Guðjónsson mjög góðan leik og varði 13 bolta.

Á morgun mætir liðið Slóvakíu í umspili um sæti 5.-8.