
Ísland spilaði sinn fyrsta leik í dag í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð nú um helgina. Liðið mætti sterku liði heimamanna, Svía sem voru ákaft studdir af rúmlega 1000 áhorfendum. Íslenska liðið fór illa af stað og var komið undir 1-5 eftir tæplega 7 mínútna leik. Svíarnir juku forskotið og komust í 5-14 eftir 24 mínútur og Ísland var undir 7-16 í hálfleik.