Síðastliðna helgi stóð HSÍ í samstarfi við Völsung fyrir Handboltadögum á Húsavík. Börnum á grunnskólaaldri stóð til boða að æfa frítt undir leiðsögn reyndra þjálfara frá HSÍ.

Gunnar Magnússon, íþróttastjóri HSÍ og Jónatan Magnússon, þjálfari KA stýrðu æfingunum þessa helgi. Vel var mætt á æfingarnar og var mikil ánægja bæði hjá þjálfurunum og þátttakendum með helgina.

HSÍ mun senda sína fulltrúa aftur á Húsavík aftur fyrir áramót og aðstoða hið góða starf handknattleiksdeildar Völsungs. Markmið samstarfsins er að styrkja stoðir handknattleiks á Húsavík og fjölga iðkendum.