
Poweradebikarinn | Haukar bikarmeistarar Haukar urðu í dag Powerade bikarmeistarar kvenna eftir 25 – 20 sigur gegn Fram. Með sigrinum tryggðu Haukastúlkur sér fyrsta bikarmeistaratitil sinn í kvennaflokki í 18 ár. Til hamingju Haukar!!
Poweradebikarinn | Haukar bikarmeistarar Haukar urðu í dag Powerade bikarmeistarar kvenna eftir 25 – 20 sigur gegn Fram. Með sigrinum tryggðu Haukastúlkur sér fyrsta bikarmeistaratitil sinn í kvennaflokki í 18 ár. Til hamingju Haukar!!
Poweradebikarinn | Frábær dagur að baki hjá 6. flokki Það var mikil eftirvænting í morgun þegar úrslitakeppni 6. flokks byrjaði að Ásvöllum. Foreldrar og fjölskyldur leikmanna fjölmenntu á völlinn til að styðja yngstu keppendur úrslitahelgar Powerade bikarsins þar sem krakkarnir fá að keppa í sömu umgjörð og meistaraflokkur. Leikmenn liðanna spiluðu frábæran handbolta í dag…
Poweradebikarinn | Yngstu og elstu keppa til úrslita Úrslitahelgi Powerade bikarsins heldur áfram í dag og í upphafi dags eru það yngstu keppendur úrslitahelgar Powerade bikarsins sem fá okkar athygli að Ásvöllum. 09:00 6. kv. yngri Stjarnan – Fram09:45 6. ka. yngri Fylkir – Víkingur10:30 6. kv. eldri Valur – Grótta/KR11:15 6. ka. eldri ÍBV…
Poweradebikarinn | Yngri flokkarnir hefja leik Yngri flokkar hefja leik í dag þegar leikið er til úrslita í Powerade bikarkeppni yngri flokka. 4. flokkur karla og kvenna leika til úrslita í dag að Ásvöllum, úrslitaleikir 6. flokks fara fram í fyrramálið og á sunnudagin leika 3. og 5. flokkur til úrslita. Allir leikir yngri flokkana…
Powerade bikar kvenna | Haukar og Fram í úrslit Í kvöld fóru fram undanúrslitaleikir Powerade bikars kvenna á Ásvöllum. Fyrri leikur kvöldsins var Fram – Valur þar sem Frammarar tryggðu sér sæti í úrslitum í háspennu leik, 22-20. Þetta þíðir að Fram leika bæði til úrslita karla og kvenna megin. Síðari leikur kvöldsins var leikur…
Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við Arion Banka standa fyrir fyrirlestrum þann 1.mars næstkomandi. Þórir Hergeirsson, sigursælasti handknattleikssþjálfari sögunnar, mun halda tvo fyrirlestra laugardaginn 1.mars n.k. Auk Þóris mun Hafrún Kristjánsdóttir einnig halda fyrirlestur. Dagskráin er eftirfarandi : 10:00-10:45. Þórir Hergeirsson – Afreksstarf. 10:45-11:00. Hafrún Kristjánsdóttir – Mikilvægi sálfræðilegra þátta í árangri og vellíðan afreksmanna. 11:00-11:15….
68.ársþing Handknattleikssambands Íslands verður haldið laugardaginn 5. Apríl 2025 á Grand Hótel, nánar tiltekið Háteig. Skráning þingfulltrúa hefst kl.09:00 og verður þingsetning sama dag kl. 10:00. Kjörbréf og upplýsingar um fjölda fulltrúa verða send út með seinni boðun þings. Tilkynning um framboð til embættis stjórnar HSÍ skal berast skrifstofu HSÍ minnst 21 degi fyrir þing….
Powerade bikar karla | Stjarnan og Fram í úrslit. Í kvöld fóru fram undanúrslitaleikir Powerade bikars karla á Ásvöllum. Fyrri leikur kvöldsins var Stjarnan – ÍBV þar sem Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum með öruggum sigri. Síðari leikur kvöldsins var leikur Fram og Aftureldingar þar sem Frammarar sigruðu í háspennuleik. Framlenging þurfti til að…
Úrskurður aganefndar 26. febrúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Með úrskurði aganefndar dags. 25.02.2025 var Val gefið færi á að skila greinargerð áður en ákvörðun yrði tekin um viðurlög vegna málsins. Greinargerð barst frá Val. Hefur aganefnd farið yfir sjónarmið félagsins og framlögð myndbönd. Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar…
Powerade bikarinn | Undanúrslit karla í dag Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Kl. 18:00 Stjarnan – ÍBVKl. 20:15 Fram – Afturelding Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur app. Leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV 2. Leikskrá úrslitahelgar Powerade bikarsins má sjá hér:…
Úrskurður aganefndar 25. febrúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Málinu er frestað um sólarhring með hliðsjón af 1. mgr. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Handknattleikssamband Íslands, í samvinnu við Íþróttafélagið Víði og Suðurnesjabæ, stendur fyrir handboltadögum í Suðurnesjabæ dagana 8. og 9.mars næstkomandi. Æfingarnar eru fyrir 1.-4.bekk (2018-2015) og fara fram í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði 10:00-12:00 bæði 8. og 9.mars. Fjölmargir gestaþjálfarar og leikmenn munu mæta á svæðið og vonumst við til að sem flestir krakkar mæti og taki…
Powerade bikarinn | Frábærir bikardagar framundan Úrslitahelgi Poweradebikarsins hefst næsta miðvikudaginn 26. febrúar og stendur hún til sunnudagsins 2. mars. Það fá iðkendur í 6. flokki upp í meistaraflokk að keppa sín á milli í handbolta við bestu aðstæður. Undanúrslit Poweradebikars karla fer fram á miðvikudaginn. Kl. 18:00 eigast við Stjarnan og ÍBV og kl….
A kvenna | Æfingahópur fyrir undankeppni HM A landslið kvenna kemur saman hér á landi 3. mars nk. til æfinga en liðið hefur þá undirbúning sinn fyrir tvo leiki í undakeppni HM 2025. Ísland leikur tvo leiki gegn Ísrael að Ásvöllum 9. og 10. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega í þeim tveimur leikjum tryggir…
Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon hafa valið 20 leikmenn sem komatil greina til þátttöku á æfingamóti sem fram fer í Frakklandi dagana 12.-16.mars. 16 leikmenn verða valdir til þátttöku en liðið mun ferðast til Parísar 12.mars. Íslenska liðið mun mæta Spánverjum í æfingaleik þann 13.mars og svo annað hvort Frakklandi eðaUngverjalandi þann 15.mars….
Landsliðsþjálfarar U-15, U-16, U-17 og U-19 ára landsliði kvenna hafa valið æfingahópa sem koma saman til æfinga dagana 7.-9.mars. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Abler á næstu dögum. Nánari upplýsingar veita þjálfarar liðana. U-15 ára landslið kvenna Hildur Þorgeirsdóttir og Sigríður Unnur Jónsdóttir hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga…
Úrskurður aganefndar 18. febrúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir handboltanámskeið á Vestfjörðum í samvinnu við Arnarlax dagana 22.-23.febrúar. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði en Arnarlax mun bjóða upp á rútuferðir á æfingarnar frá Vesturbyggð. Iðkendum er skipt upp í tvo hópa, eldri og yngri og eru æfingatímar sem hér segir : Yngri (1.-4.bekkur) Laugardagurinn 22.febrúar kl 10:00-12:00 Sunnudagurinn…
Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Kaplakrika. Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram en 102 iðkendur frá 18 aðildarfélögum HSÍ tóku þátt í æfingunum. Æft var fjórum sinnum yfir helgina en æfingarnar fóru fram í Kaplakrika og sem fyrr eru það krakkar fædd 2011 sem skipa Hæfileikamótun…
Powerade bikarinn | Ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dregið var í hádeginu í dag til undanúrslita Powerade bikarsins í Mínigarðinum. Úrslitakeppni Powerade bikarsins fer fram að Ásvöllum 26. febrúar – 2. mars nk. Í undanúrslitum meistaraflokks karla drógust eftirfarandi lið saman:Fram – Afturelding kl. 18:00Stjarnan – ÍBV kl. 20:15 Í undanúrslitum meistaraflokks kvenna drógust…
Úrskurður aganefndar 11. febrúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Leikbannið tekur gildir 13.02.2025. Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Powerade bikarinn | Dregið í undanúrslit Powerare bikarsins á morgun Miðvikudaginn 12.feb verður dregið í undanúrslit Powerrade bikarkeppni HSÍ , hefst drátturinn kl. 12:15 í Mínigarðinum og verður honum streymt á RÚV.is Eftirfarandi lið eru í pottinum hjá meistaraflokki karla: Afturelding – Fram – ÍBV – StjarnanEftirfarandi lið eru í pottinum hjá meistaraflokkir kvenna: Fram…
Þar sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld. Á vef Veðurstofunnar kemur fram: “Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt…
Úrskurður aganefndar 04. febrúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Úrskurður aganefndar 28. Janúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Dregið var í riðla í gær á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða sem fram fer í Póllandi dagana 18.-29.júní. Drátturinn fór fram í Osló og dróst Ísland í F-riðil ásamt Norður Makedóníu og Rúmeníu. Óákveðið er hinsvegar hvert fjórða landsliðið í riðlinum verður en samkvæmt Alþjóða handknattleikssambandinu er ekkert lið frá Eyjaálfu sem annars hefði átt…
Dregið var í morgun í riðla í lokakeppni Evrópumóts U19 ára landsliðs kvenna sem fram fer í Svartfjallalandi dagana 9.-20.júlí. Drátturinn fór fram í Vín en 24 lið tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótinu. Ísland var í þriðja styrkleika og dróst með silfurliði Danmörku frá seinustu heimsmeistarakeppni, heimakonum í Svartfjallalandi og Litháen. Drátturinn í heildsinni er…
Dregið var í dag í riðla í lokakeppni Evrópumóts U17 ára landsliðs kvenna sem fram fer í Svartfjallalandi dagana 30.-10.ágúst. Ísland dróst í hörkuriðil en ásamt Íslandi eru Holland, Færeyjar og Sviss sem sigruðu Opna Evrópumótið síðastliðið sumar. 24 lið tryggðu sér þátttöku í Evrópumótinu en riðlarnir eru eftirfarandi : Efstu tvö liðin í…
Strákarnir okkar léku gegn spræku liði Argentínu í dag en þetta var lokaleikur Íslands í milliriðli. Eftir jafnar upphafsmínútur náði Ísland góðum kafla sem skilaði fimm marka forystu í hálfleik, 15 – 10 Síðari hálfleikur var í eign okkar manna og sigldi Ísland 9 marka sigri, 30 – 21. Nú hefst biðin mikla en Ísland þarf að…
Í dag kemur í ljós hvort íslenska landsliðið komist í 8 – liða úrslit á HM í Króatíu. Strákarnir leika gegn Argentínu klukkan 14:30 í beinni á RÚV. Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll GústavssonViktor Gísli Hallgrímsson Aðrir leikmenn:Aron PálmarssonEinar Þorsteinn ÓlafssonElliði Snær ViðarssonElvar Örn JónssonGísli Þorgeir KristjánssonHaukur ÞrastarsonJanus Daði SmárasonOrri Freyr ÞorkelssonÓðinn Þór RíkharðssonStiven…
Quiz Iceland eru áframhald af þáttunum Tveir á móti Einum en þar keppa leikmenn Íslenska landsliðsins í spurningakeppni. Þættinn fá finna undir Landsliðin okkar á öllum helstu streymis veitum. Öll einvígin í 8 – manna úrslitunum má nálgast í heilum þætti og einvígin eru eftirfarandi: Viggó Kristjánsson vs Orri Freyr ÞorkelssonBjarki Már Elísson vs Janus…
Íslenska landsliðið mætti Króatíu í kvöld á HM í stútfullri Zagreb Arena. Króatar tóku yfirhöndina snemma leiks og juku forystu sína jafnt og þétt í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur Króatía 20 – 12 Ísland. Íslenska liðið koma sterkara inn í þann síðari en dugði ekki til og 6 marka tap niðurstaðan, 32 – 26 heimamönnum í…
Það er stutt milli stríða hjá strákunum okkar sem leika gegn Króatíu í kvöld. Þetta er annar leikurinn af þremur í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Eftir frábæran sigur gegn Egyptalandi á miðvikudag bíða nú heimamenn í Króatíu en sigur í kvöld tryggir Íslandi í 8 – liða úrslit mótsins. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er…
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað Stiven Tobar Valencia inn í íslenska hópinn vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Bjarki Már er með rifu í vöðva aftan í hnésbótinni og verður frá í einhvern tíma. Stiven Tobar kemur til móts við hópinn í dag. Ísland leikur gegn Króatíu í kvöld klukkan 19:30.
Bakhjarlar | HSÍ og Arion banki framlengja samstarf sitt HSÍ og Arion banki hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi samstarf sín á milli. Arion banki hefur verið einn af dyggustu bakhjörlum HSÍ allt frá árinu 2004 og er það afar mikilvægt fyrir íslenskan handknattleik að tryggja áframhaldandi samstarf við jafn öflugt fyrirtæki og Arion banki er….
Strákarnir okkar léku fyrsta leik sinn í milliriðli gegn Egyptalandi fyrr í kvöld. Fyrir leik voru þetta toppliðin tvö í milliriðli IV en bæði tóku 4 stig með sér í riðilinn. Eins og í öllum okkar leikjum á mótinu byrjuðu strákarnir einstaklega vel með kraftmiklum varnarleik og ákveðnum sóknarleik, þá sér í lagi hraðarupphlaup og…
Íslenska landsliðið hefur leik í milliriðli Heimsmeistaramótsins í Króatíu nú í kvöld. Egyptaland er fyrsti mótherji okkar og hefst leikurinn klukkan 19:30 í beinni á RÚV. Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll GústavssonViktor Gísli Hallgrímsson Aðrir leikmenn:Aron PálmarssonBjarki Már ElíssonElliði Snær ViðarssonElvar Örn JónssonGísli Þorgeir KristjánssonHaukur ÞrastarsonJanus Daði SmárasonOrri Freyr ÞorkelssonÓðinn Þór RíkharðssonSigvaldi Björn GuðjónssonTeitur…
Á meðan íslenska karlalandsliðið stendur í stórræðum á heimsmeistaramótinu í handknattleik bjóða fjölmörg aðildarfélög HSÍ nýjum iðkendum að koma og prófa að æfa handbolta án kostnaðar. Við hvetjum alla til að mæta og prófa hjá sínu hverfisfélagi en upplýsingar um aðildarfélög HSÍ er að finna hér : https://www.hsi.is/felog/ Áfram Ísland og áfram handbolti
Ungmennafélagið ÁS á Kirkjubæjarklaustri stóð fyrir handknattleiksnámskeiði dagana 16.-19.janúar. Þetta er í þriðja skiptið sem slíkt námskeið er haldið en um 40 nemendur frá 1.-10.bekk tóku þátt. Örn Þrastarson unglingalandsliðsþjálfari stýrði æfingu fimmtudagsins en honum til aðstoðar var Rúnar Hjálmarsson. Seinni hluta námskeiðsins stýrðu fulltrúar Ungmennafélagsins ÁS en námskeiðið endaði svo á pizzapartý þar sem…
Úrskurður aganefndar 21. Janúar 2025 Eftirtalin mál lágu fyrir og var tekið til úrskurðar: Fleiri mál lágu ekki fyrir. Úrskurðinn kváðu upp Sverrir Pálmason, Arnar Kormákur Friðriksson og Ágúst Karl Karlsson
Eftir frábæran sigur í gær hjá strákunum okkar gegn Slóveníu skulum við skoða leiktíma komandi milliriðils hjá Íslandi. Ásamt Íslandi fóru Slóvenía og Grænhöfðaeyjar með okkur upp í milliriðilinn en Egyptar, Króatar og Argentína bíða okkar þar. Leiktímar Íslands í milliriðli IV eru eftirfarandi: 22. janúar | Ísland – Egyptaland kl. 19:30 24. janúar |…
Herbergisfélagarnir Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson eru Tveir á móti Einum þar sem hlustendur fá að kynnast þeim á skemmtilegan og öðruvísi hátt. Þetta er sjöundi þáttur af 9 í seríuni Tveir á móti Einum, en í lok hvers og eins þáttar er spurningakeppnin Quiz Iceland þar sem sigurvegari kemst áfram í næstu umferð….
Strákarnir okkar léku lokaleik sinn í G – riðli nú í kvöld gegn Slóveníu. Var þetta sannkallaður úrslitaleikur um riðilinn og sigurlið leiksins myndi fara með 4 stig upp í milliriðil. Íslenska liðið byrjaði leikinn eins og það hefur gert í öllum sínum leikjum, sterkir og áræðnir og komust fljótlega í góða forystu. Hálfleikstölur Ísland…
Sjötti þáttur þar sem við fáum að kynnast landsliðsstrákunum okkar í skemmtilegu hlaðvarpi er kominn í loftið. Nú eru það herbergisfélagarnir Elliði Snær Viðarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson sem eru Tveir á móti Einum. Við bendum á að ef það eru komin yfir 250 fimm stjörnu raitnings áður en leikur Íslands og Slóveníu hefst kvöld…
HSÍ | Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir HM „Því miður náðust nýjar adidas treyjur íslenska handboltalandsliðsins ekki í sölu fyrir heimsmeistaramótið – og verða það líklega ekki heldur strax eftir mót.Við héldum í vonina allt til þessa, í von um að eitthvað kraftaverk myndi breyta stöðunni, en því miður varð það ekki raunin.Okkur þykir þetta…
Strákarnir okkar spiluðu annan leik sinn á Heimsmeistaramótinu í Króatíu nú síðar í kvöld gegn Kúbu. Frá fyrstu mínútu hafði íslenska liðið sýnt algjöra yfirburði á vellinum og eftir að hafa fengið 5 mörk á sig á fyrstu 8 mínútum leiksins setti íslenska vörnin í lás. Hófst þá 11-0 kafli hjá Íslandi á næstu mínútum…
Í kvöld leikur íslenska landsliðið gegn Kúbu í öðrum leik sínum á HM. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV. Strákarnir byrjuðu mótið með sterkum sigri á Grænhöfðaeyjum á fimmtudag en nú er það Kúba sem tapaði gegn Slóveníu í sínum fyrsta leik á mótinu. Leikmannahópur Íslands er eftirfarandi: Markverðir:Björgvin Páll…
Fimmti þáttur af Tveir á móti Einum er mættur á Spotify og í þessum þætti eru það herbergisfélagarnir Björgvin Páll Gustavsson og Einar Þorsteinn Ólafsson. Þættirnir verða 9 samtals en í lok hvers og eins þáttar er spurningakeppni milli herbergisfélaga og sigurverari hvers þáttar kemst áfram í 8 manna úrslit. Þegar öll 9 herbergin eru…
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem tók við embætti Íþrótta-, mennta- og barnamálaráðherra í lok desember fór í sína fyrstu opinberu ferð til útlanda þegar hún var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Zagreb í Króatíu. Fyrir leikinn settust þau Ásthildur Lóa og Jón Gunnlaugur íþróttastjóri HSÍ…
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur tekið þá ákvörðun að skrá Aron Pálmarsson inn í íslenska hópinn á HM. Aron er þar með löglegur í leikinn gegn Kúbu sem fer fram annað kvöld klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.