Þær ánægjulegu fréttir eru að ákveðið hefur verið að opna á íþróttastarf einstaklinga á framhaldsskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu frá og með 26. október, það er einstakinga f.2004 og fyrr.

Við viljum því minna á nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga.

•             Fylgja þarf ÖLLUM reglum um æfingar sem koma fram í Leiðbeiningum HSÍ og KKÍ frá 19.10. 2020. – Hlekkur á reglurnar er hér.

•             Gæta þarf ítarlega að öllum sóttvörnum, allir þátttakendur skulu spritta hendur fyrir og eftir æfingar auk þess sem allur búnaður sem notaður er skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingar.

•             Ekki er heimilt að nota sameiginlegan búnað og ekki er heimilt að æfa í snertingu við aðra leikmenn, þar gildir 2 metra nálægðarreglan.

•             Leikmenn fæddir 2005 og síðar mega ekki æfa með eldri leikmönnum og geta því ekki mætt á æfingar hjá 3. flokki eða meistaraflokki.

Að gefnu tilefni viljum við taka eftirfarandi fram:
Ekki er leyfilegt að senda bolta á milli leikmanna, þó er leyfilegt að skjóta á mark og markvörður má vera í marki. Þetta staðfesti yfirlæknir á sóttvarnarsviði og var kynnt á fundi formanna og framkvæmdastjóra sl. miðvikudag.

Áfram er unnið að því næstu daga með yfirvöldum að finna leiðir til að hefja íþróttastarf barna á grunnskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu.

Hér er hlekkur á skjal frá ÍSÍ, vinsamlegast kynnið ykkur hann með því að smella hér.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda á magnus@hsi.is