Í síðustu viku undirrituðu Prentun.is og HSÍ með sér samstarfssamning sem felur í sér að Prentun.is kemur inn í ört stækkandi hóp bakhjarla HSÍ og mun sjá um öll prentverk fyrir HSÍ næstu tvö árin.

Prentun.is er alhliða prentfyrirtæki sem hefur þjónustað viðskiptavini sína vel í yfir 20 ár. Hjá fyrirtækinu starfa sjö starfsmenn sem allir hafa sérfræðiþekkingu á sínu sviði og reynslu sem spannar samtals yfir 160 ár.

“Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er sambandinu ómetanlegur nú sem áður og viljum við því lýsa yfir ánægju okkar með þennan samning og vonumst til þess að eiga gott samstarf við Prentun.is  í framtíðinni” segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.

View this post on Instagram

Í síðustu viku undirrituðu Prentun.is og HSÍ með sér samstarfssamning sem felur í sér að Prentun.is kemur inn í ört stækkandi hóp bakhjarla HSÍ og mun sjá um öll prentverk fyrir HSÍ næstu tvö árin. Prentun.is er alhliða prentfyrirtæki sem hefur þjónustað viðskiptavini sína vel í yfir 20 ár. Hjá fyrirtækinu starfa sjö starfsmenn sem allir hafa sérfræðiþekkingu á sínu sviði og reynslu sem spannar samtals yfir 160 ár. “Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er sambandinu ómetanlegur nú sem áður og viljum við því lýsa yfir ánægju okkar með þennan samning og vonumst til þess að eiga gott samstarf við Prentun.is í framtíðinni” segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on