U-21 karla | Öruggur sigur í lokaleik riðilsins

U-21 ára landslið karla kláraði í dag riðlakeppni sína við á Heimsmeistaramótinu þegar liðið lék gegn Norður-Makedóníu. Fyrir leikinn var ljóst að liðið yrði ekki á meðal 16 efstu þjóða mótsins.

Strákarnir létu það ekki á sig fá og byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru með frumkvæðið en þegar 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan 11-5 fyrir Íslandi. Strákarnir slökuðu hinsvegar full mikið á síðustu mínúturnar og staðan í hálfleik 15 – 14 Íslandi í vil.

Strákarnir létu þó ekki þennan slæma kafla trufla sig og komu vel gíraðir inn í seinni hálfleikinn og voru komnir með 6 marka forskot á nú þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Í þetta skiptið létu strákarnir forskotið ekki af hendi og unnu að lokum öruggan 34 – 28 sigur.

Markaskor Íslands í leiknum: Elmar Erlingsson 9, Össur Haraldsson 6, Haukur Ingi Hauksson 5, Andri Fannar Elísson 4, Sigurður Páll Matthíasson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Birkir Snær Steinsson 1 og Eiður Rafn Valsson 1.

Í markinu stóð Ísak Steinsson allan tímann og varði 18 bolta eða 39 %.

Við tekur milliriðill í keppni um sæti 17-32 sem spilast á mánudag og þriðjudag þar sem mótherjarnir verða Marokkó og Mexíkó en ekki er vitað hver mótherjinn verður í fyrsta leik.