Yngri landsliðið | Dregið í riðla hjá U-17 og U-19

Í gær var dregið í riðla í gær fyrir Evrópumót U-17 og U-19 ára landslið kvenna sem fram fer í sumar. U-19 kvenna leikur í B-riðli á Evrópumótinu sem haldið verður í Rúmeníu 6. – 16. júlí og leika þær þar í riðli með Rúmeníu, Þýskalandi og Portúgal.

U-17 kvenna leikur í A-riðli í Svartfjallalandi 3. – 13. ágúst og mótherjar þeirra í riðlkeppninni verða Þýskaland, Tékkland og Svartfjallalandi.

Bæði landslið héldu af landi brott í morgun en þau munu leika vináttulandsleiki við Tékkland á föstudag og laugardag þar ytra. Munum við fjalla um þá leiki á miðlum HSÍ um helgina.