Yngri landslið | Vináttuleikir gegn Færeyjum

U-21 og U-17 karla leika vináttu leiki gegn Færeyjum um helgina í Kaplakrika. HSÍ og Færeyiska handknattleikssambandið hafa unnið náið saman á síðustu árum og hafa yngri landslið sambandana skipst á heimsóknum og leikið vináttulandsleiki.

U-17 karla sem undirbýr sig European Open í Svíþjóð 3. – 7. Júlí og Olympíuhátíð Evrópuæskunnar í Slóveníu 23. – 29. júlí. U-21 karla heldur í lok júní til Grikklands þar sem þeir leika í riðlakeppni HM sem haldið er í Grikklandi og Þýskaland.

Leiktímar um helgina eru eftirfarandi:
Laugardagur 3. júní:
U-17 ka kl. 15:00
U-21 ka kl. 17:30

Sunnudagur 4. júní:
U-17 ka kl. 14:00
U-21 ka kl. 16:30

Aðgangur er ókeypis og leikjunum verður streymt á YouTube-rás HSÍ.