Yngri landslið | Vináttulandsleikir gegn Færeyjum

U-16 og U-18 ára landslið kvenna leika vináttu landsleiki gegn Færeyjum í Kórnum helgina 4. – 5. júní nk.

Leiktímarnir eru eftirfarandi:
Laugardagurinn 4. júní
U-16 ára landslið kvenna Ísland – Færeyjar kl. 14:00
U-18 ára landslið kvenna Ísland – Færeyjar kl. 16:30

Sunnudagurinn 5. Júní
U-16 ára landslið kvenna Ísland – Færeyjar kl. 14:00
U-18 ára landslið kvenna Ísland – Færeyjar kl. 16:30

Landsliðin eru með þessum leikjum að undirbúa sig fyrir verkefni sumarsins. U-16 ára landslið kvenna heldur til Gautaborgar í byrjun júlí og tekur þar þátt í European Open. U-18 ára landslið kvenna tekur þátt í HM mánðarmótin júlí – ágúst nk. í Skopje í Norður Makedóníu.

Frítt er inn á leikina.
Leikjunum er streymt á Youtube rás HSÍ.