U-20 og U-18 ára landslið Ísland spiluðu þrjá leiki gegn Grænlandi um helgina.

Grænlenska liðið undirbýr sig fyrir forkeppni HM en hún fer fram í júní og spilar liðið í Ameríkuhluta keppninnar. Liðið er skipað bæði leikmönnum sem spila á Grænlandi auk nokkurra sterkra leikmanna úr dönsku deildinni sem meðal annars spila með GOG.

Úrslit leikjanna:

fös 1. apríl    Ísland u20 – Grænland  23 – 25

lau 2. apríl   Ísland u18 – Grænland  25 – 26

sun 3. apríl  Ísland u20 – Grænland  28 – 29