Yngri landslið | Tvö yngri landslið leika í dag

Stelpurnar okkar í U-17 leika við Pólland í dag klukkan 12:00 á íslenskum tíma. Bæði liðin hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum en sigurvegari riðilsins mætir annað hvort Finnlandi eða Norður Makedóniu og 2.sæti riðilsins fær Spánverja í undanúrslitum.

U-19 karla leikur sinn fyrsta leik í dag í Evrópumótinu sem fram fer í Króatíu. Strákarnir okkar mæta Slóveníu kl. 12:30 en með þeim í riðli eru Serbía og Ítalía.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á www.ehftv.com