Yngri landslið | Leikir við Færeyjar um helgina

Það verður mikið um að vera hjá yngri landsliðum okkar um helgina þegar 4 yngri landslið etja kappi við Færeyjar í vináttulandsleikjum. U-16 og U-18 ára landslið kvenna ásamt U-20 ára landsliði karla leika hér á landi á meðan U-16 ára landslið karla heldur til Færeyja. Öll leika þau 2 leiki um helgina á laugardag og sunnudag. Leikirnir hér á landi verða haldnir í Safamýri og er planið eins og hér segir.

Laugardagur
Kl. 12.00 – U-16 kvenna
Kl. 14.00 – U-18 kvenna
Kl. 16.00 – U-20 karla

Sunnudagur
Kl. 12.00 – U-16 kvenna
Kl. 14.00 – U-18 kvenna
Kl. 16.00 – U-20 karla

Strákarnir í U-16 ára liðinu leika báða leiki sína kl. 14:00 á íslenskum tíma. Leikurinn á laugardeginum spilast á Giljanesi á meðan leikurinn á sunnudeginum er í Kollafirði og eru þeir sýndir beint á live.hsf.fo gegn vægu gjaldi.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á þessa leiki og líta handboltastjörnur framtíðarinnar augum. Áfram Ísland!