U-16 kvenna | Sigur gegn Færeyjum

Íslensku stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna unnu góðan sigur á Færeyjum í fyrsta leik helgarinnar.

Stelpurnar tóku frumkvæðið strax í byrjun og leiddu allan fyrri hálfleikin, staðan í hálfleik var 17-13 fyrir Íslandi.

Í seinni hálfleik náðu færenska liðið að saxa á forskotið og var seinni hálfleikurinn jafn og spennandi. Íslensku stelpurnar voru sterkari á loka sprettingum og unnu góðan sigur að lokum 25-23.

Liðin mætast aftur á morgun kl. 14:00 í Kórnum.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Þóra Hrafnkelsdóttir 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Lýdía Gunnþórsdóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 2, aðrir minna