Íslensku stelpurnar í 18 ára landsliði kvenna unnu góðan sigur á Færeyjum.

Stelpurnar tóku frumkvæðið strax í byrjun og leiddu leikinn til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn jafnaðist leikurinn, staðan í hálfleik var 17-17.

Færeyjar byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði mest 4 marka forustu. Íslensku stelpurnar náðu að jafna þegar leið á hálfleikinn og loka mínútur leiksins voru æsi spennandi. Íslensku stelpurnar voru sterkari á loka sprettingum og unnu góðan sigur að lokum 31-29

Liðin mætast aftur á morgun kl. 16:30 í Kórnum.

Mörk Íslands:
Elín Klara Þorkelsdóttir 11, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Lilja Ágústsdóttir 5, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 3, aðrar minna