Yngri landslið kvenna | EHF staðfestir þátttöku á EM yngri landsliða

Evrópska handknattleikssambandið tilkynnti í dag hvaða þjóðir taka þátt í lokamótum Evrópumóts U-19 og U-17 ára landsliða kvenna næsta sumar (EHF EURO). Rússland missti þátttkurétt sinn á mótunum vegna stríðsátaka í Úkraínu og eftir frábæran árangur sl. sumar fékk Ísland sæti Rússlands. Þetta verður í fyrsta skipti sem tvö yngri landslið kvenna taka þátt í stórmótum sama sumarið.

U-18 ára landslið kvenna stóð sig frábærlega síðasta sumri á HM í N-Makedóníu og endaði í 8. sæti, EM 19 ára liða fer fram í Rúmeníu næsta sumar. U-17 ára landslið kvenna tók þátt í European open síðastliðið sumar og endaði þar í 13. sæti, þær leika á EM í N-Makedóníu næsta sumar.

Ljóst er að sex landslið HSÍ taka þátt á stórmótum á næsta ári.

A landslið karla – HM í Svíþjóð og Póllandi

U-21 karla – HM í Þýskalandi og Grikklandi

U-19 karla – HM í Króatíu

U-17 karla – Opna Evrópumótið í Svíþjóð

U-19 kvenna – EM í Rúmeníu

U-17 kvenna – EM í N-Makedóníu

Þátttaka í stórmótum er ómetanleg reynsla fyrir landsliðsfólkið okkar og frábær undirbúningur fyrir A landslið, þetta er því stór áfangi í því að búa enn betur að okkar framtíðarlandsliðsmönnum með von um frekari afrek þegar kemur að A landsliðum í framtíðinni.