Dregið var í dag í riðla í höfuðstöðvum EHF í úrslitakeppni B-deildar Evrópumóts U-17 og U-19 ára landsliða kvenna. Bæði landsið Íslands voru bæði í efsta styrkleikaflokki fyrr dráttinn í dag.

U-17 ára landslið kvenna mun spila sinn riðil í Klapeda í Litháen daganna 7. – 15. ágúst nk.

Riðill Íslands má sjá hér:
Ísland
Pólland
Hvíta Rússland
Tyrkland
Lettland

Þjálfarar U-17 ára landsliðs kvenna eru Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

U-19 ára landslið kvenna mun spila sinn riðil í Skopje í Norður Makedóníu daganna 8. – 15. júlí nk.

Riðil Íslands má sjá hér:
Ísland
Pólland
Hvíta Rússland
Finland
Bretland

Þjálfarar U-19 ára landsliðs kvenna eru Díana Guðjónsdóttir og Magnús Stefánsson.