Yngri landslið | Dregið í riðla U-18 og U-20 karla

Fyrr í dag var dregið í riðla fyrir Evrópumót U-18 og U-20 karla landsliðs sem fram fara í sumar. U-18 ára landslið karla heldur til Svarfjallalands í ágúst og U-20 ára landsliðið heldur til Slóveníu í júlí.

U-18 ára landslið karla var í efsta styrkleikaflokki í drættinum í dag og drógust þeir í F-riðil mótsins. Mótherjar þeirra verða Svartfjallaland, Færeyjar og Ítalía.

U-20 ára landslið karla var í öðrum styrkleikaflokki í dag og drógust þeir gegn Svíþjóð, Póllandi og Úkraínu.