Yngri landslið | Dregið í riðla fyrir HM

Dregið var í riðla fyrr í dag fyrir Heimsmeistaramót U-18 og U-20 kvenna landsliða. U-18 ára landslið kvenna mun halda til Kína í ágúst og U-20 kvenna keppir í Norður Makedóníu um miðjan júní.

U-18 ára landsliðið dróst í riðil með Þýskalandi, Tékklandi og Gíneu. Ísland var í neðsta styrkleika flokki í drættinum.

U-20 ára landslið kvenna dróst í riðil með Agnóla, Norður Makedóníu og Bandaríkjunum. Ísland var í þriðja styrkleika flokki í drættinum.