Yngri landslið | Afreksmaður framtíðarinnar

Afreksmaður framtíðarinnar, fyrirlestraröð HR og HSÍ fór fram síðastliðinn laugardag en þangað mæta öll yngri landslið HSÍ. Fyrirlestraröðin er haldin tvisvar á ári og þar fá framtíðarlandsliðsmenn okkar fræðslu um allt sem kemur við íþróttum.

Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands fyrirlestur um Lyfjamál í íþróttum og síðan tók Logi Geirsson við með fyrirlesturinn sinn „Það fæðist enginn atvinnumaður“. Logi fór þar yfir markmiðasetningu, sjálfstraust, mataræði, mótlæti og hvað þarf að gera til að komast lengst sem atvinnumaður.

Á föstudaginn fóru fram mælingar á líkamlegri getu leikmanna yngri landsliða sem HR stóð fyrir. Niðurstöðunum er safnað saman milli mælinga og geta því leikmenn yngri landsliða fylgst með eigin mælingum og líkamlegri getu sinni auk þess sem nemendur og starfsmenn HR geta nýtt tölurnar til rannsókna á íþróttasviði háskólans.

Samstarfs HR og HSÍ er báðum aðilum dýrmætt og nýtist jafnt í dag sem og til framtíðar.