Yngri landslið | Æfingum frestað vegna smita í samfélaginu

Tekin hefur verið ákvörðun um að færa æfingar yngri landsliða sem áttu að fara fram nk. helgi (6. – 8. ágúst) til helgarinnar 27. – 29. ágúst.

Eftir að samráð var haft við ÍSÍ, heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnarlækni þótti ljóst að þar sem um miklu blöndun er að ræða væri skynsamlegt að færa æfingarnar aftur um nokkrar vikur og verður staðan tekin aftur þá.

Undirbúningur U-17 kv og U-19 ka fyrir EM heldur þó áfram, U-17 ára landslið kvenna tekur þátt í B-deild EM í Litháen og heldur utan föstudaginn 6. ágúst og U-19 ára landslið karla tekur þátt í EM í Króatíu en drengirnir halda utan þriðjudaginn 10. ágúst.

Nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri HSÍ, Gunnar Magnússon (gunnar@hsi.is).